Námsvísir fyrir 8.bekk

Forsíða 

Upplýsinga- og tæknimennt

Kennari: Ívar Sigurbergsson

Fjöldi kennslustunda á viku: 2 stundir.

Markmið í upplýsingatækni:

Að nemendur

 • kunni að búa til möppur og nota möppur í tölvum
 • geti geymt eigin upplýsingar á tölvutæku formi með skipulegum hætti
 • hafi náð tökum á réttri fingrasetningu á lyklaborð, tileinkað sér blindskrift og réttar vinnustellingar
 • hafi náð tökum á að taka upp efni á myndbandstökuvél og flytja yfir á tölvutækt form
 • geti skeytt saman texta, mynd og hljóði á tölvutæku formi
 • geti nýtt sér glærugerðarforrit
 • geti brotið um flókinn texta með myndum, s.s. bekkjarblað
 • geti búið til einfaldan heimasíðuvef og flutt út á net (staðarnet skólans eða á Veraldarvefinn)
 • hafi notað margmiðlunarefni til að bæta við eigin þekkingu og til skemmtunar
 • geti notað og viðhaldið notendahugbúnaði, s.s. ritvinnslu-, teikni- og myndvinnsluforritum og töflureikni
 • þekki helstu leitarmöguleika á Netinu
 • geti beitt þeim leitaraðferðum sem algengustu tölvukerfi bjóða upp á
 • hafi tök á leitarlestri – yfirlitslestri – ítarlestri við heimildaöflun
 • hafi unnið sjálfstætt og markvisst að öflun og úrvinnslu upplýsinga með upplýsingatækni og miðlað þeirri þekkingu til annarra á sama hátt
 • hafi mótaða skoðun á gildi tölvutækni við upplýsingaleit og þekkingaröflun
 • viti að til eru lög um höfundarrétt og skilja þýðingu þeirra við vinnu með upplýsingar
 • sýni skilning á siðferðislegri ábyrgð sinni við framsetningu efnis á vef og sambærilegum miðlum
 • hafi kynnst mismunandi hugbúnaði og gert sér grein fyrir notagildi hans

 

Námsmat:

·         Verkefni verða metin til einkunna 80%

·         Tvær stuttar kannanir 10%

·         Vinnusemi 10 %