Reglur í tölvustofu

Forsíða 


·       
Í tölvustofunni á að vera friður og næði til vinnu.

·       Tölvubúnaður Lindaskóla er fyrst og fremst ætlaður til náms og kennslu.

·       Ekki er leyfilegt að vera inn á öðrum síðum en þeim er viðkoma námi og kennarinn hefur gefið fyrirmæli um (þar með talið tölvuleikir, tónlistarsíður, íþróttasíður og  bloggsíður).

·       Óleyfilegt er að breyta vinnuumhverfi á tölvum Lindaskóla þannig að það hafi áhrif á umhverfi og notkunarmöguleika annarra notenda.

·       Óleyfilegt er að breyta, afrita eða fjarlægja vélbúnað, hugbúnað eða gögn sem eru í eigu Lindaskóla eða annarra án leyfis viðkomandi eiganda.

·       Bannað er að setja leiki eða önnur forrit inn á tölvurnar nema með leifi tölvuumsjónarmanns.

·       Bannað að prenta út myndir eða annað efni nema það tengist námi.

·       Ekki er leyfilegt að fara með mat og drykk inn í stofuna.

·       Óleyfilegt er að senda, sækja eða geyma efni sem er ólöglegt eða undan velsæmismarka.

·       Þegar tölvunotkun er lokið ber að skrá sig út af tölvunni og setja stóla undir borð.

·       Lindaskóli áskilur sér rétt til að fara yfir, skoða og eyða gögnum og hugbúnaði á gagnasvæðum nemenda til að tryggja að reglum um notkun búnaðarins sé fylgt.